Veldu afþreyingu

Skíðavikan 2018

Þriðjudagur 27. mars

10:00
Dagskrá skíðavikunnar er í vinnslu

Miðvikudagur 28. mars

18:00
Setning skíðavikunnar

Fimmtudagur 29. mars

12:00
Skíðaskotfimi

Skíðaskotfimi á Seljalandsdal. Keppnin er fyrir 15 ára og eldri. 15-18 ára þurfa skriflegt leyfi forráðamanns.

19:00
Kótelettukvöld

Kótelettukvöld verður haldið í Einarshúsi í Bolungarvík, borðapantanir í síma 456 7901. Skemmtiatriði og nóg af lettum.

20:00
Gísli á Uppsölum

Í Félagsheimilinu Þingeyri, Miðaverð: 4.000.- kr, Miðasala: www.tix.is og í síma 891 7025

Kómedíuleikhúsið sýnir hið áhrifamikla leikrit um einbúann Gísla á Uppsölum. Leiksýningin hefur notið mikilla vinsælda og verið sýnd um 80 sinnum um land allt og í Þjóðleikhúsinu. Leikari er Elfar Logi Hannesson en leikstjóri Þröstur Leó Gunnarsson.

Föstudagur 30. mars

11:00
Furðufatadagur í Tungudal

Löng hefð er fyrir því að fjölskyldan skemmti sér saman í Tungudal  á föstudaginn langa. Fólk er hvatt til að mæta uppáklætt. Kveikt verður í grillinu um hádegi, börnin geta látið mála sig  og sælgæti mun rigna af himnum ofan.

Íþróttaálfurinn mun mæta á svæðið 

11:00
Gísla söguganga og víkinga kjötsúpa/ Gisla sagawalk and viking meat-soup

Haukadal Dýrafirði

Verð/Price: 4.500.- kr/35 Euro, Frítt fyrir grunnskólanema

Lengd ferðar/Duration: 90 min

Bókanir/Booking: Vesturferðir/Westtorurs og billa@snerpa.is

Söguleg gönguferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Allir göngugarpar fá víkingaskikkju til að klæðast meðan á ferðinni stendur og geta þannig sett sig enn betur í spor sögunnar. Að göngu lokinni verður boðið uppá víkingakjötsúpu Gíslastaða og víkingabrauð. Það er margt að sjá á Gíslastöðum og geta gestir m.a. spreytt sig á refilsaumi og sett þannig spor sín í söguna. Verslunin verður opin en þar er í boði fjölbreytt víkingahandverk, bækur og fleira tengt víkingatímanum og Gísla sögu.

Laugardagur 31. mars

11:00
Fuðufatadagur á Seljalandsdal

Löng hefð er fyrir því að fjölskyldan skemmti sér saman á Seljalandsdal. Fólk er hvatt til að mæta uppáklætt. Byrjað verður  á garpamóti og það verða skráningar á staðnum. Páksaeggjamót verður svo í kjölfarið og það er ætlað börnum fædd 2006 og síðar. Kveikt verður í grillinu um hádegi og grillaðar verðar pylsur og þær eru seldar til styrktar skíðafélaginu. 

13:00
Páskaeggjamót

Páskaeggjamót HG í Tungudal fyrir börn fædd 2006 og síðar.

Sunnudagur 1. apríl