Veldu afþreyingu

Skíðavikan 2019

Þriðjudagur 16. apríl

Miðvikudagur 17. apríl

17:00
Setning skíðavikunnar á Silfurtorgi

Skíðafélag Ísfirðinga verður með kaffi, köku og súpu til sölu á staðnum

17:30
Sprettganga Craft sport

Fer fram í hafnarstræti, skráningar fara fram í Craft sport

https://www.facebook.com/events/425338141370461/

19:30
Afmælisveisla Björgunarfélags Ísafjarðar

Í tilefni 20 ára starfsemisafmælis Björgunarfélags Ísafjarðar verður haldið fiskihlaðborð að hætti Steina og Eiríks á Edinborg. Miðapantanir í síma 456-3866. Miðaverð 4.500 kr.

22:00
Tónleikar á Húsinu

Hljómsveitin Rassar spila á Húsinu, frítt inn

23:00
Dj Óli Dóri í Krúsinni

Dj Óli Dóri opnar skíðavikuna í Krúsinni. Frítt inn

 

https://www.facebook.com/events/779567775762441/

Fimmtudagur 18. apríl

9:45
Morgunbænir í Þingeyrakirkju
10:00
Handverks-, ljósmynda- og málverkasýning í Musterinu í Bolungarvík

Opið 10-18

10:00
Þrekmót Studio Dan

Nánari upplýsingar á facebook-síðu Studio Dan. 18 ára aldurstakmark

 

https://www.facebook.com/events/434844467271261/

10:00
Café Karfa

Kaffihús yngri flokka körfuknattleiksdeildrar Vestra á Torfnesi.  Boðið upp á rjúkandi belgískar vöfflur

10:30
Páskaeggjamót körfuknattleiksdeildar Vestra og Góu

Íþróttahúsið Torfnesi. Yngri iðkendur byrja kl 10.30 og fullorðnir kl 12.00

10:30
Samskíðun á fjallaskíðum

Frekari upplýsingar og skráning á elineiriks@gmail.com. Ein drykkjarstöð þar sem hægt er að borða nesti. Þáttökugjald 2.000 kr

 

https://www.facebook.com/events/423190424925585/

 

 

11:00
Ferming í Hólskirkju

Ferming í Hólskirkju í Bolungarvík

12:00
Skíðaskotfimi á Seljalandsdal

Skíðaskotfimi á Seljalandsdal. Keppnin er fyrir 15 ára og eldri. 15-18 ára þurfa skriflegt leyfi forráðamanns

 

https://www.facebook.com/events/564607410696011/

13:00
Skrautskriftarskemmtun í Blábankanum

Fimmtudaginn 18. apríl verður skrautskriftarskemmtun fyrir alla fjölskylduna milli kl. 13:00-15:00 í Blábankanum. Þátttakakendur kynnast ólíkum leturgerðum og fá leiðbeinslu í grunnatriðum skrautskriftar. Þátttakendur yngri en 9 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.
ATH: Gott er að hver þátttakandi komi með reglustiku, tvo blýanta, strokleður og liti

Blábankinn - Fjarðargötu 2, Þingeyr

13:00
Páskaleikur á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík

Þrautaleikur fyrir börn á aldrinum 0-14 ára

14:00
Listasafn Ísafjarðar í Safnahúsinu/ Gamla sjúkrahúsinu

Ómar Smári verður með leiðsögn um sýninguna Gísli Súrsson – teiknimyndasaga

14:00
Messa í Ísafjarðarkirkju

Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Organisti er Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.

15:00
Páska SLEÐA Brun

Keppendum verður skutlað upp á vélsleða og keppt verður í útsláttarkeppni niður ákveðna braut. Vegleg verðlaun í boði. Skráning á hrefna.asgeir@gmail.com eða á staðnum. Yngstu keppendur eru beðnir um að vera í fylgd með fullorðnum

 

Nánari upplýsingar á https://www.facebook.com/events/2277047615695342/

18:00
Snjóbrettasýning á Torfnesi

Verður haldin hjá vallarhúsinu á Torfnesi

 

https://www.facebook.com/events/388927691700000/

19:00
Kótilettukvöld í Einarshúsi í Bolungarvík

Sætapantanir í síma 690-2303 eða á facebook-síðu Einarshúss

19:30
Jónas Sig og páskaseðill á Hotel Ísafirði
20:00
Tvíhöfði með uppistand í Ísafjarðarbíó

Tvíhöfði með einstaka uppistandssýningu, Ísafjarðarbíói

20:00
Kvöldbænir og altarisganga í Þingeyrakirkju
20:00
Pub-quiz Fisherman-kaffihúss

Keppni hefst kl 21.30 á kaffihúsi Fisherman á Suðureyri

21:00
Rúnar Eff á Húsinu

Rúnar Eff spilar á Húsinu og heldur uppi fjöri fram að miðnætti. Frítt inn

21:00
Djasstónleikar í Edinborg

Baldur Gerimunds, Villi Valli og félagar. Miðaverð 2.000 kr.

22:00
Tónleikar í Krúsinni - Katla Vigdís

Katla Vigdís verður með tónleika í Krúsinni. Frítt inn

22:00
Barsvar á Vagninum á Flateyri

Barsvar, betur þekkt sem pubquiz. Þórunn Ásdís og Júlíus Þorfinnsson eru spyrlar

Föstudagur 19. apríl

8:30
Píslaganga

Viðburðurinn hefst á því að sungnar verða morguntíðir í Þingeyrarkirkju klukkan 08:40 og þeim sem vilja er boðið upp á akstur inn að upphafsstað göngunnar, sem hefst um 09:00. Þau sem hafa áhuga á að nýta sér það eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við sóknarprest í síma 869 4993 eða á netfangið hildurir@simnet.is  - Gengið verður fyrir botn Dýrafjarðar frá afleggjaranum fyrir neðan Lambadal í Mýrasókn og út á Þingeyri. Gönguleiðin er um það bil 25 km og áætlaður göngutími 5 til 6 klukkustundir. Að göngunni lokinni er þátttakendum boðið upp á fiskisúpu og brauð. Göngustjóri í ár er Þórir Örn Guðmundsson. Þátttökugjald er ekkert.

10:00
Handverks-, ljósmynda- og málverkasýning í Musterinu í Bolungarvík

Opið 10-18 

10:00
Helgiganga

Lagt er af stað frá Dalskirkju, Kirkjubóli í Valþjófsdal og gengið í Holt. Boðið verður upp á súpu og brauð í Friðarsetrinu að leiðarlokum.  Fólk verður aðstoðað við að komast aftur í bíla sína.  Ókeypis og allir velkomnir

11:00
Helgiganga frá bænhúsatóftum á Kirkjubóli að Þingeyrarkirkju

Gangan hefst með morgunsöng við tóftirnar á Kirkjubóli sem taldar eru hafa verið bænhús. Gengið verður þaðan sem leið liggur til Þingeyrarkirkju. Göngueiðin er tæpir 5 km og tekur um það bil 1 klst. Að göngunni lokinni er þátttakendum boðið upp á fiskisúpu og brauð í Stefánsbúð. Þátttökugjald er ekkert og fólk verður aðstoðað við að sækja bíla sína.

11:00
Píslarsaga Jesú Krists á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík
11:00
Páskaeggja ratleikur HG á Torfnesi

Furðufata ratleikur fyrir alla fjölskylduna en að loknum ratleik fá börn á aldrinum 2007 og yngri páskaegg. Lagðar eru fyrir þrautir fyrir liðin að leysa. Íþróttaálfurinn mætir á svæðið þegar ratleikurinn klárast og á meðan verður hin árlega pylsusala skíðafélagsinns. Ekki láta þetta framhjá þér fara því þetta verður brjálað stuð!

11:00-12.30 - Rathlaup - liðakeppni með nafni
12:00-14:00 - Grill
13:00-14:00 - Skemmtun - Íþróttaálfurinn, og leynigestir

 

https://www.facebook.com/events/360960504516232/

11:00
Gísla söguganga og víkinga kjötsúpa

Söguleg gönguferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal í Dýrafirði. Allir göngugarpar fá víkingaskikkju til að klæðast meðan á ferðinni stendur og geta þannig sett sig enn betur í spor sögunnar. Að göngu lokinni verður boðið uppá víkingasúpu að hætti Gísla sögu.

Bókanir: komedia@komedia.is eða í síma 823 7665. Verð: 4.500 kr. Frítt fyrir grunnskólanema. Leiðsögumaður: Elfar Logi Hannesson

13:00
Upplestur Passíusálma og tónlistaratriði í Ísafjarðarkirkju

Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Organisti er Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson.

13:30
Listasýning og tónleikar Lýðháskólans á Flateyri

Nemendur Lýðháskólans bjóða upp á listasýningu á hluta þeirra verka sem unnin hafa verið í skólanum í vetur. Kl. 14.10 verður sýning á smáleikhúsverki eftir sögunni Sjóarinn og hafmeyjan eftir Andra Snæ Magnason.

Ungir tónlistarmenn af svæðinu flytja tónlist á milli 14.30 og 17.00. Fram koma Gosi, Árný Margrét, Ómi Cé Andi, Ásta og Between Mountains. Eftir það verður sýning á heimildamyndinni „Við“ eftir nemendur á brautinni Hugmyndir, heimurinn og þú. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir

 

Nánari upplýsingar https://www.facebook.com/events/505528626646880/ 

14:00
Kómedíuleikhúsið, Dimmalimm, Karíus og Baktus

Kómedíuleikhúsið og Leikdeild Hörungs bjóða uppá leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna á Þingeyri á páskum. Veislan hefst með sýningu Kómedíuleikhússins á barnaleikritinu vinsæla Dimmalimm sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir smekkfullu húsi. Leikari er Elfar Logi Hannesson og leiksjórn annast Þröstur Leó Gunnarsson. Að sýningu á Dimmalimm lokinni tekur Leikdeild Höfrungs við og býður uppá vinsælasta barnaleikrit allra tíma, Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner í leikstjórn Elfars Loga.
Komum saman í leikhúsinu á Þingeyri þar sem töfrarnir gjörast. Miðasala á tix.is. Miðasölusími: 823-7665 Miðaverð: 3.900 kr.

Sýningar kl: 14.00 og 16.00

16:00
Páll Óskar - Barnaball

Páll Óskar býður til barnaballs í sal Edinborgarsalsins, aðgangur er ókeypis

16:00
Tónleikar í Musterinu í Bolungarvík
18:00
Snorri Ásmundsson - Tónleikar

Gestavinnustofu ArtsIceland á 2. hæð Aðalstræti 22 í miðbæ Ísafjarðar
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!
Tilvalið að koma við í Aðalstrætinu á leið í Mathöll Aldrei þar sem Keli framreiðir dýrindis Paellu á undan tónleikunum í Kampaskemmunni í Neðsta sem hefjast kl. 19:30

19:00
Aldrei fór ég suður

Rokkhátíð alþýðunnar

19:00
Gamladags fiskihlaðborð í Einarshúsi í Bolungarvík

Siginn bútungur, selspik og saltfiskur að hætti Dána kálfs. Sætapantanir í síma 690-2303 eða á facebook-síðu Einarshúss.

23:58
Páll Óskar í Edinborg

Hið árlega Pallaball í Edinborg í tilefni af Aldrei 2019. Miðaverð 3.000 kr. Aldurstakmark 18 ár. Forsala á Edinborg Bistro vikuna fyrir páska.

23:59
Krúsin ball Egill spegill og Herra hnetusmjör

Miðasala á tix.is

Nánari upplýsingar

https://www.facebook.com/events/2395623830476103/

23:59
Ball með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar - Vagninn á Flateyri

4.000 kr. inn, forsala á midi.is

23:59
Dj Davíð Roach á Húsinu

Frítt inn

Laugardagur 20. apríl

10:00
Handverks-, ljósmynda- og málverkasýning í Musterinu í Bolungarvík
10:00
Íþróttadagur Höfrungs, leikir og páskaeggjaleit

10-12 Páskaeggjaleit

10-13 Bandý

13-14 Körfubolti

14-15 Fótbolti

15-16 Badminton 

11:30
Páska-brunch í Víkurskálanum
12:00
Edinborg Zumba partý

Í Edinborgarsal, kennari er Sigurrós Elddís. 1.000 kr. inn

 

Nánari upplýsingar https://www.facebook.com/events/308470856461004/

13:00
Páskaleikur á Náttúrugripasafninu í Bolungarvík.

Þrautaleikur fyrir börn á aldrinum 0-14 ára

13:00
Kómedíuleikhúsið, Dimmalimm, Karíus og Baktus

Kómedíuleikhúsið og Leikdeild Hörungs bjóða uppá leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna á Þingeyri á páskum. Veislan hefst með sýningu Kómedíuleikhússins á barnaleikritinu vinsæla Dimmalimm sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir smekkfullu húsi. Leikari er Elfar Logi Hannesson og leiksjórn annast Þröstur Leó Gunnarsson. Að sýningu á Dimmalimm lokinni tekur Leikdeild Höfrungs við og býður uppá vinsælasta barnaleikrit allra tíma, Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner í leikstjórn Elfars Loga.
Komum saman í leikhúsinu á Þingeyri þar sem töfrarnir gjörast. Miðasala á tix.is. Miðasölusími: 823-7665 Miðaverð: 3.900 kr.

Sýningar kl: 13.00 og 15.00

14:00
Páskamessa og ferming í Flateyrarkirkju
14:00
Páskabingó 3. bekkjar MÍ

Nemendur í 3. bekk í MÍ eru að safna fyrir útskriftarferð til Mexico og ætla að halda páskabingó í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Veglegir vinningar í boði!

15:00
Bryggjutónleikar í samvinnu við 66°Norður

Bryggjukoti við höfnina á Suðureyri

Bríet
Between Mountains
JóiPé & Króli
Auður

FISHERMAN mun bjóða tónleikagestum upp á heimagerðar ljúffengar fiskibollur, tartarsósu og kristal.   

16:00
Listasýning Snorri Ásmundsson ÓÐUR TIL ÍSAFJARÐAR

Laugardaginn 20. apríl kl. 16 opnar Snorri Ásmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði (Outvert Art Space).  Á sýningunni verð málverk og vídeó af persónum úr bæjarlífi og sögu Ísafjarðar.  Snorri hefur dvalið á Ísafirði undanfarnar tvær vikur og sýningin er innblásin af þeim hughrifum og þeirri upplifun sem hann hefur orðið fyrir.

Snorri Ásmundsson (f. 1966) leitast við að hafa áhrif á samfélagið með opinberum listauppákomum.  Hann hefur síendurtekið hreyft við samfélaginu með fjölbreyttum og eftirtekatarverðum sýningum þar sem hann vinnur með samfélagsleg ,,tabú‘‘ sem tengjast m.a. pólítík og trúarbrögðum.  Snorri ögrar félagslegum gildum og skoðar mörk náungans og sín eigin, en fylgist jafnfram grannt með viðbrögðum áhorfandans. 

https://www.facebook.com/events/399572903976525/

19:00
Fiskihlaðborð Einarshúss í Bolungarvík

Sætapantanir í síma 690-2303 eða á facebook-síðu Einarshúss

19:00
Aldrei fór ég suður

Rokkhátíð alþýðunnar

23:54
Dj Óli Dóri á Húsinu

Frítt inn

23:55
Dj Margeir í Krúsinni

Miðasala á tix.is

https://www.facebook.com/events/382138879300224/

23:56
Jói P og Króli, Aron Can, Mc Gauti Ball á Edinborg

Miðaverð 3.500 (öll 1. hæðin) forsala sama verð, forsala á Edinborg bistró

 

https://www.facebook.com/events/946514682406448/

Sunnudagur 21. apríl

9:00
Hátíðarguðsþjónusta í Þingeyrarkirkju

Kirkjukór prestakallsins leiðir söng undir stjórn Jóns Gunnars Biering Margeirssonar. Einsöngvari er Bríet Vagna Birgisdóttir. Að guðsþjónustu lokinni er kirkjugestum boðið að þiggja morgunverð í félagsheimilinu.

11:00
Páskamessa og ferming í Holtskirkju
11:00
Hátíðarmessa í Hólskirkju.

Hátíðarmessa fer fram í Hólskirkju til að minnast upprisu frelsarans

11:00
Hátíðarmessa í Ísafjarðarkirkju

Kór Ísafjarðarkirkju syngur. Organisti er Tuuli Rähni og prestur sr. Magnús Erlingsson. Að messu lokinni býður Kvenfélag Ísafjarðarkirkju upp á kaffi og rúnnstykki í safnaðarheimilinu.

11:30
Páska-brunch í Víkurskálanum
14:00
Hátíðarguðsþjónusta í Núpskirkju

Kirkjukór prestakallsins leiðir söng undir stjórn Jóns Gunnars Biering Margeirssonar. Einsöngvari er Bríet Vagna Birgisdóttir.

14:00
Páskamessa í Suðureyrarkirkju
16:00
Félagsheimilið á Þingeyri - Leiksýning

Leiksýning um tónskáldið og doktorinn Sigvalda Kaldalóns. Hér er fjallað um ævi hans í Djúpinu. Víst var lífið þar ekki eins og í einföldum söngleik. Rakin verður þessi litríka saga tónskáldsins fyrir vestan og fluttar helstu lagaperlur hans. Leikurinn hefur verið sýndur víða um landið og hlotið lofsamlega dóma. Flytjendur eru Elfar Logi Hannesson og Sunna Karen Einarsdóttir. Miðaverð: 4.000 kr. Miðasölusími: 823-7665

19:00
Fiskihlaðborð Einarshúss í Bolungarvík

Sætapantanir í síma 690-2303 eða á facebook-síðu Einarshúss

22:00
Rúnar Eff og Dj Styrmir á Húsinu

Frítt inn

23:59
Páskadansleikur með Babies, sérstakur gestur er Dj Gló á Krúsinni

Miðasala er á tix.is

23:59
Dj Kef Caravan á Edinborg bistro

Frítt inn