
Saga Skíðavikunnar á Ísafirði
Skíðavikan á Ísafirði hefur verið haldin nær sleitulaust frá árinu 1935, þegar Skíðafélag Ísfirðinga bauð landsmönnum öllum vestur á Ísafjörð til að „anda að sjer hinu dásamlega háfjallalofti Vesturlands, og bruna á fleygiferð niður hinar glæsilegu skíðabrekkur sem þar eru“ eins og segir í frétt Morgunblaðsins um hátíðina sem birtist í blaðinu þann 2. apríl 1935.
Skíðavikan hefur þrisvar sinnum fallið niður vegna samkomubanns. Fyrst var samkomubann á Ísafirði vegna mænuveiki árið 1949 og svo á landsvísu vegna Covid-heimsfaraldursins 2020 og 2021. Önnur hlé hafa orðið á hátíðahöldum í gegnum árin, lengst varði það frá 1988-1990. Þegar hátíðin var endurvakin var það með nýjum og hressilegri hætti og ef til vill væri réttara að tala um Skíðavikuna hina fyrri og Skíðavikuna hina síðari, því fyrri útgáfan var frekar með sniði skíðahátíðar sem fól í sér skemmtidagskrá fyrir þátttakendur, en síðari útgáfan er sú sem við þekkjum í dag – allsherjar hátíð – þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Skíðablaðið 1948
Skíðablaðið 1949
Ferskí 1996
Skíðablaðið 2000
Skíðablaðið 2002
Skíðablaðið 2003
Skíðablaðið 2004
Skíðablaðið 2005
Skíðablaðið 2006
Skíðablaðið 2007
Skíðablaðið 2008
Skíðablaðið 2009
Skíðablaðið 2010
Skíðablaðið 2011
Skíðablaðið 2012
Skíðablaðið 2013
Skíðablaðið 2014
Skíðablaðið 2015
Skíðablaðið 2016
Skíðablaðið 2017
Skíðablaðið 2018
Skíðablaðið 2019