Back to All Events

A Song Called Hate - Q&A

Ísafjarðarfrumsýning heimildarmyndarinnar A Song Called Hate í Ísafjarðarbíói. Myndin segir frá Eurovisiongjörningi jaðarlistamannanna í Hatara og því sem gerðist á bak við tjöldin í Ísrael og Palestínu meðan á Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram. Hatari náði almannahylli með þátttöku sinni í undankeppni söngvakeppninnar hér heima árið 2019. Kvikmyndagerðarkonan Anna Hildur Hildibrandsdóttir og kvikmyndatökumaðurinn Baldvin Vernharðsson, vissu að þar væri eitthvað á ferðinni sem þyrfti að skrásetja – afrakstursins getið þið notið hér. Heimildarmyndin var frumsýnd á RIFF sl. Haust og síðan þá hefur hún átt velgengni að fagna á evrópskum kvikmyndahátíðum. Anna Hildur mætir á sýninguna og tekur þátt í umræðum eftir sýninguna.

Previous
Previous
April 1

Helgistund í Flateyrarkirkju

Next
Next
April 2

Píslarganga um Dýrafjörð