Back to All Events
ABBA 1972-2022
Hópur ísfirsks tónlistarfólks flytur úrval vinsælustu laga hinnar ástælu hljómsveitar ABBA í tilefni af því að 50 ár er liðin frá því er hljómsveitin var stofnuð. Þar sem seldist fljótt upp á fyrri tónleikana var ákveðið að flauta til auka-tónleika.
Fram koma:
Bjarki Einarsson, Dagný Hermannsdóttir, Elín Sveinsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Jón Hallfreð Engilbertsson, Jón Mar Össurarson, Stefán Steinar Jónsson, Svanhildur Garðarsdóttir og Sæunn Sigríður Sigurjónsdóttir
Tónleikarnir verða haldnir í Edinborgarhúsinu og hefjast kl. 20. Miðapantanir sendist á gummihjalta@snerpa.is