Back to All Events
Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal. Ævintýrið fjallar um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.
Leikritið um Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í mars 2019 fyrir smekkfullu húsi. Leikurinn hefur verið sýndur um land allt og fengið ævintýralegar viðtökur.
Miðaverð: 2.700.- Miðasölusími: 891 7025