Back to All Events
Aurora er ekki bara þekkt fyrir að hafa siglt fjórum sinnum kringum heiminn og fyrir að vera ein helsta heimskautaleiðangurskúta heims, heldur hefur líka verið rómuð fyrir frumlega matseld og nýtingu á náttúrunni í þeim efnum. Óli Koll og Inga Fanney bjóða einum hóp heim yfir páskana í kvöldmat. Þar kynna þau gesti fyrir skútunni, lífinu um borð og elda fyrir þá þriggja rétta kvöldverð að hætti skútunnar.
Verð: 12.000kr á mann
Innifalið: þriggja rétta kvöldverður og kvöldvaka að hætti Óla og Ingu.
Ath: gestir þurfa að koma með sína eigin áfengu drykki kjósi þeir svoleiðis með matnum. Hægt er að semja um tímasetningu á matarveislunni á laugardagskvöldinu.
Hvar: um borð í seglskútunni Auroru í Ísafjarðarhöfn.
Bókanir: info@aurora-arktika.com