Back to All Events
Heimamönnum og gestum skíðaviku gefst kostur á að líta inn á Byggðasafn Vestfjarða í Turnhúsinu og virða fyrir sér ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Ísafjarðar sem flestar eru frá miðbiki síðustu aldar. Þær sýna frá mann - og atvinnulífi á svæðinu en margar myndanna eru úr safni Jón Páls Halldórssonar.
Áhugavert og skemmtilegt myndbrot frá skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar verður spilað á stóra tjaldinu.