Um páskana verður barna- og þáttökuverkið Manndýr eftir Aude Busson sett upp í Edinborgarhúsinu. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíó í mars 2022 og er nú sett upp á Ísafirði. Tvær sýningar verða í boði, á Skírdag 6. apríl kl. 16:00 og á föstudaginn langa, 7. apríl kl. 11:00. Sýningin hentar vel fyrir börn frá 3 ára aldri og upp úr.
Manndýr er sýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Sýningin er á mörkum þess að vera leikverk, innsetning og listasmiðja. Gestum boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Við gefum okkur tíma til að spyrja spurninga sem fá svör eru við og dvelja í heimi þar sem börn segja alla söguna.
Nánari upplýsingar hér: https://edinborg.is/vidburdir/Manndyr_i_Edinborgarhusinu/