Back to All Events

Páskaeggjandi burlesque- og húllanámskeið

  • Íþróttahúsið við Austurveg 9 Austurvegur Ísafjörður Iceland (map)

Páskaeggjandi burlesque- og húllanámskeið í íþróttahúsinu við Austurveg (sama hús og Sundhöllin).

Kl. 15:00 Burlesque með Margréti Erlu Maack og kl. 16:00 Húlla með Róbertu Michelle Hall

Einn tími kostar 3900, tveir tímar kosta 6500. Tímarnir eru ætlaðir 18 ára og eldri. Skráning og nánari upplýsingar eru á https://www.margretmaack.com/iso14april

Burlesque er kynþokkafullur kabarettdans sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga síðastliðin ár og er Margrét frumkvöðull formsins á Íslandi. Gott fyrir sjálfstraustið og líkamann og frelsandi fyrir sálina. Hleyptu þinni innri dívu út í vernduðu umhverfi. Kennari: Margrét Erla Maack

HÚLLA - Það er hægt að húlla á öllum líkamanum, ekki bara á mjöðmunum! Í tímanum verður farið í undirstöður húllaflæðis og að vinna með húllahring. Róberta er ein af frumkvöðlum hooplesque-sins á Íslandi svo við mælum með að taka báða tímana til að byggja á burlesque-tæknina. Vinsamlega athugið að það þarf alls ekki að kunna neitt að húlla til að njóta tímans. Kennari: Róberta Michelle Hall



Previous
Previous
April 14

Handverksmarkaður á Þingeyri

Next
Next
April 14

Kvöld ársins í Tungudal