Back to All Events
Myndlistarkonan Andrea Valgerður Jónsdóttir opnar sýninguna Sannleka á kaffihúsinu Heimabyggð, þar sem hún sýnir teikningar.
Óhjákvæmilegur sannleikurinn er sá að ég sjálf og þú erum rauð að innan. Takir þú títuprjón og stingir á þig gat muntu sjá það svörtu á hvítu að þú sjálft ert rautt að innan. Ég safna litlum títuprjónsgötum og hleypi þannig því sem er inni út, breyti því ósýnilega í hið sýnilega. Sjáðu mig og sjáðu þannig þig. Úr götunum lekur blóðið rautt og með blóðinu lekur sannleikinn. Sannkallaður sannleki.