Back to All Events

Hvað nú? - Halldór Smárason og Sæunn Þorsteinsdóttir

  • Skíðavikan Ísafjörður Ísland (map)

Miðvikudaginn 27. mars munu Halldór Smárason og Sæunn Þorsteinsdóttir halda tónleika í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, undir yfirskriftinni Hvað nú?

Þau Halldór og Sæunn hafa unnið náið saman undanfarin ár, þar sem Sæunn hefur frumflutt fjölda verka eftir Halldór. Á þessum tónleikum skarast hlutverkin þar sem um er að ræða flæðandi spunatónleika hvar staður og stund hafa áhrif á sköpun og túlkun. Að öllum líkindum munu þó inn á milli heyrast verk og lög sem eru áheyrendum að góðu kunn.

Miðaverð er 3.000 kr. og fer miðasala fram við innganginn.

Previous
Previous
March 27

Páskaveisla Björgunarfélags Ísafjarðar

Next
Next
March 27

Uppistand með Bolla á Verbúðinni - Keli spilar