Töframaðurinn Einar Mikael býður upp á töfranámskeið fyrir krakka á aldrinum 7-12 ára. Þátttakendur læra nýja og skemmtilega spilagaldra og sjónhverfingar sérstök töfraspil fylgja með gera spilagaldrana ennþá áhrifameiri. Tilgangur námskeiðsins er að þátttakendur fái betri innsýn inní töfraheiminn ásamt því að geta sett upp stutta sýningu fyrir fjölskyldu og vini. Einnig fá allir þátttakendur að búa til flotta spilakastala.
Þátttakendur fá aðgang að kennslumyndbandi á netinu svo þau geta lært á sínum hraða eftir námskeiðið, auk þess sem þeir fá að horfa á myndbönd með bestu töframönnum heims!
Dagskrá:
Þriðjudaginn 30 mars: spilagaldrar
miðvikudagur 31 mars: töfrabrögð með teygjum
fimmtudagur 1 apríl: sjónhverfingar
föstudagur 2 apríl: töfrabrögð með smámynt
Staðsetning: Hversdagssafnið, Hafnarstræti 5, Ísafirði
Dagssetning: fjórir dagar frá þriðjudeginum 30 mars til föstudagsins 2 apríl.
Tími: 10:00 til 12:00 og 13:00-15:00
Aldur: 7 til 12 ára
Verð: 8.900 kr. allt námskeiðsefni innifalið - 10% systkina afsláttur
Hægt er að skrá sig með því að senda póst á tofraskoli@gmail.com með nafni og aldri greiða þarf fyrir námskeiðið fyrir fyrsta tíma. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
ATHUGIÐ AÐ ÞAÐ BÓKAÐIST UPP Á FYRRA NÁMSKEIÐIÐ SVO BÆTT VAR VIÐ ÖÐRU. SAMA NÁMSKEIÐ, SÖMU DAGSETNINGAR - NÝJAR TÍMASETNINGAR!