Back to All Events
Opnun sýningar Fritz Hendrik Berndsen, A SAD SCROLL / SKRÖLT í Gallerí Úthverfu, Aðalstræti 22.
Stefnulausir fingur sítengdir í strekkt taugakerfi þysja og skrolla endilagt. Taktfastar strokurnar upptendraðar af síendurnýjuðum samhengislausum myndum sem þær knýja fram. Líkt og ef um dans í kring um bál væri að ræða skröltir og brakar í þeim er þeir ljóstillífa í hringiðunni.
Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistamaður sem að býr og starfar í Reykjavík. Fritz hefur meðal annars haldið einkasýningar í Kling og Bang og Bærum Kunsthall í Noregi auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Verk Fritz eru í eigu einkaaðila og safnara sem og Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur.